fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Segir Southgate að hringja í hann sem fyrst svo hann velji ekki annað landslið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 15:00

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tino Livramento hefur heillað mikið með Newcastle á leiktíðinni og vill sparkspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Gary Lineker að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, heyri í honum sem fyrst.

Hægri bakvörðurinn er uppalinn hjá Chelsea en hann fór svo til Southampton áður en hann gekk í raðir Newcastle í sumar.

„Hann lítur út fyrir að vera mjög hæfileikaríkur ungur leikmaður. Hann er fáránlega fljótur, orkumikill og með mikla getu til að fara upp og niður völlinn,“ segir Lineker.

Livramento á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands en engan A-landsleik. Hann getur valið á milli enska landsliðsins, skoska og portúgalska.

„Ég held að Gareth Southgate þurfi að hringja í hann. Hann spilar ekki á næstunni en hann verður að gera það. Við eigum marga góða leikmenn í hægri bakverði en þetta er leikmaður fyrir framtíðina,“ segir Lineker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar