fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Fékk 10 þúsund króna sekt fyrir hverja töflu sem hann flutti til landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann til greiðslu sektar vegna innflutnings á kvíðastillandi lyfi.

Maðurinn var gómaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 7. Júní síðastliðinn en við leit á honum innan klæða fundust á honum 103 töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka, en um er að ræða lyf sem alla jafna er notað sem skammtímameðferð við alvarlegri kvíðaröskun.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm þegar málið var þingfest og var fjarvist hans metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brotið.

Var maðurinn dæmdur til greiðslu 1.080.000 króna sektar og jafngildir það rúmlega 10 þúsund krónum á hverja töflu sem hann flutti til landsins. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu mun hann þurfa að sæta 40 daga fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“