fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ásdís: „Þessar hótanir halda alltaf áfram og hann er ekkert að hætta“

Auður Ösp
Mánudaginn 8. febrúar 2016 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessar hótanir halda alltaf áfram og hann er ekkert að hætta. Hann á langa sögu af því að beita ofbeldi og hefur hingað til komist upp með það. Ég er því hrædd um að þetta sé ekkert að hætta,“ segir Ásdís Viðarsdóttir en hún býr enn við áreiti og hótanir af hálfu fyrrum sambýlismanns síns, Erlends Þórs Eysteinssonar þrátt fyrir ítrekuð nálgunarbönn og fangelsisdóm. Þá hafa sonur hennar og sambýlismaður einnig þurft að sitja undir hótunum.

RÚV greinir frá þessu en Ásdís steig fyrst fram með sögu sína í Kastljósi árið 2014. Eftir að hún sleit sambandi sínu við Erlend hefur hún mátt þola ítrekaðar hótanir og þrátt fyrir ótal nálgunarbönn hefur ofsóknum hans ekki hætt. Hann hlaut 14 mánaða fangelsdóm síðastliðið sumar fyrir ofbeldi gegn Ásdísi, ítrekuð brot á nálgunarbanni, símhringingar og textaskilaboð sem innihéldu hótanir í garð Ásdísar og fjölskyldu hennar. Hann áfrýjaði dómnum og er nú beðið úrskurðar Hæstaréttar. Aftur var sett á hann nálgunarrbann í lok ágúst eftir að hann hóf á ný að áreita Ásdísi en segir hún að það hafi þó litlu breytt.

„Ég þarf því að fara að kæra enn aftur. Hann hefur verið að hrella fjölskyldu mína. Son minn og sambýlismann sem hafa fengið sinn skerf í vetur og svo ég. Þetta eru alltaf sömu duldu hótanirnar. Það styttist í endalokin og eitthvað í þeim dúr,“ segir hún en hún óttast framhaldið þar sem að langur tími gæti liðið þar til Erlendur þarf að taka út refsingu sína.

„Við vitum nú hvernig fangelsismálin standa. Hvað gerir hann þá ef þeir staðfesta og hann hefur tíma. Fer ekki beint inn. Lætur hann þá ekki bara verða af þessum hótunum. Það er það sem maður óttast. Hvort hann ráðist gegn mér eða börnunum mínum.“

Hér má lesa frétt RÚV í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni