fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Origo skrifar undir samning við MAXHUB

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 09:50

Steven Wang, svæðistjóri MAXHUB í Evrópu, Einar Örn Birgisson lausnastjóri Hljóð og Mynd hjá Origo og Vincent Cai, lausnaráðgjafi MAXHUB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo skrifaði á dögunum undir samning við MAXHUB um sölu, dreifingu og þjónustu á MAXHUB búnaði á Íslandi. Markmið þeirra er að tengja heiminn með betri samskiptum og samvinnu, eins og segir í tilkynningu.MAXHUB teymið er nýsköpunardrifið og með áherslu á að þróa samskiptalausnir sem gera nútíma samskipti betri. Með lausnum sínum hafa þau aukið sköpunargáfu og framleiðni teyma um allan heim með því að bjóða upp á fundarherbergi framtíðarinnar í dag.,,MAXHUB og þær lausnir sem MAXHUB býður upp á eru algjör leikbreytir í því hvernig við setjum upp og notum fundarherbergi og fjarfundabúnað. MAXHUB býður t.d. upp á þráðlausar tengingar við myndavélar og skjái sem gerir allar snúrur óþarfar í herberginu og eru þar með bæði einfaldari í notkun og mun ódýrari í uppsetningu en sá búnaður sem við notum í dag. MAXHUB býður einnig upp á Teams Room lausnir á verði sem við höfum ekki séð áður og því á allra færi að setja upp Teams Room í fundarherberginu,“ segir Einar Örn Birgisson, lausnastjóri Hljóð og mynd hjá Origo.Hljóð- og myndlausnir Origo fengu Steven Wang, svæðistjóra MAXHUB í Evrópu og Vincent Cai lausnaráðgjafa fyrirtækisins í heimsókn í höfuðstöðvar Origo í Borgartúni. Steven Wang segir að teymið sé mjög ánægt með að hafa valið Origo sem samstarfsaðila á Íslandi. Hann segir að sú reynsla og þekking sem Origo og tæknimenn fyrirtækisins hafi af uppsetningu fundaherbergja muni nýtast mjög við innleiðingu á MAXHUB lausnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“