fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Rússar sækja hart að Avdviika og eru að ná árangri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 07:00

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef úkraínskar hersveitir í Avdviika, sem er í Donetsk, fá ekki liðsstyrk getur vel farið svo að rússneskar hersveitir nái að hrekja þær úr bænum.

Harðir bardagar hafa geisað í Donetsk-héraði og þá sérstaklega við Avdviika. Reuters segir að bæði bandarísk og rússnesk stjórnvöld lýsi þessu sem nýrri sókn Rússa.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í gær að staða rússnesku hersveitanna í Úkraínu hafi styrkst síðustu daga á nær allri víglínunni.

Matilde Kimer, fréttamaður Danska ríkisútvarpsins, var við víglínuna í austurhluta Úkraínu um helgina  og sagði að rússnesku hersveitirnar séu að ná árangri þar þessa dagana, ekki miklum þó. Þeir sæki ekki hratt fram og bíði mikið tjón.

Nú hefur verið barist af hörku um Avdviika í eina viku og eru bardagarnir svo harðir að ekki hefur verið hægt að fjarlægja líkin af föllnum hermönnum.

Kimer sagði að markmið Rússa með þessum hörðu árásum sé að hrekja úkraínskar hersveitir frá Donetsk, sem er aðalbærinn í austurhluta Úkraínu, og Avdviika en þetta eru eiginlega einu staðirnir sem Úkraínumenn hafa á valdi sínu í héraðinu.

Kimer sagði að rússnesku hersveitirnar hafi safnað kröftum mánuðum saman, sparað skotfæri og mannskap. Nú hafi þeir látið til skara skríða og sæki fram af krafti.

Hún sagði einnig að það geti reynst erfitt fyrir úkraínsku hersveitirnar að verjast sókn Rússa í Avdviika án þess að fá liðsauka. Hugsanlega þurfi að flytja hermenn og vopn, þar á meðal þungavopn, frá öðrum víglínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot