fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Af hverju gengur Úkraínumönnum svo vel að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. október 2023 04:05

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju gengur Úkraínumönnum svo vel að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins? Þessari spurningu var varpað fram á vef Sky News nýlega og til svara var Sean Bell, hernaðarsérfræðingur.

Hann sagði að gott gengi Úkraínumanna við að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins sé sambland ákveðinna þátta, þar á meðal þess að þeir ráða yfir fjölbreyttum vopnum miðað við það sem þeir höfðu í upphafi stríðsins.

Hann sagði Úkraínumenn hafi náð góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu og hafi náð að hrekja það frá helmingi þess landsvæðis sem það hafði eitt sinn á valdi sínu. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess hversu mikill stærðarmunur eru á þjóðunum.

Hann bendir á að vestræn hátæknivopn hafi gert Úkraínumönnum kleift að berjast gegn tuttugustu aldar stríðstækni Rússar með vopnum frá 21. öldinni. Þetta hafi veitt Úkraínumönnum ákveðið forskot.

Augljóst sé að Rússar hafi ekki reiknað með að stríðið myndi standa yfir nema í nokkra daga, að Úkraínumenn myndu gefast fljótt upp.

Rússar hafi vitað að lítill floti Úkraínumanna hefði ekki roð í Svartahafsflota Rússa og að rússneski flugherinn myndi hafa yfirburði í lofti. Einnig hafi Rússar verið með töluverða yfirburði á landi og af þeim sökum hafi Pútín alltaf kallað stríðið „sérstaka hernaðaraðgerð“. En eftir því sem stríðið hafi þróast hafi trú Vesturlanda á getu Úkraínumanna á hernaðarsviðinu aukist og það sama eigi við um þau vopn sem Úkraínumönnum standi til boða frá Vesturlöndum. Þetta hafi gert Úkraínumönnum kleift að gera fjölda markvissra árása á lykilstöðvar rússneska hersins.

Ekki hafa allar þessar árásir heppnast og flestar gera lítið annað en að „pirra“ Rússa frekar en að hafa mikla þýðingu hernaðarlega. Bell segir að samt sem áður sýni sérhver árás Rússum að þeir séu að glíma við harðskeyttan andstæðing. Þeim mun lengur sem stríðið stendur yfir, þeim mun meira veikist grunnstoðir rússneska hersins.

Með árásum sínum á lykilstöðvar rússneska hersins þvingi Úkraínumenn Rússa til að endurforgangsraða hvernig þeir skipuleggja her sinn. Nú verði Rússar að nota takmarkaða loftvarnargetu sína, hermenn og annað til varna í stað sóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“