fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Þrír Danir fastir á Hólmsheiði og Litla-Hrauni eftir að hafa siglt úti fyrir Garðskagavita

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. september 2023 12:30

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir helgi var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur þremur dönskum mönnum fyrir stórfellt fíkniefnabrot og hlutdeild í fíkniefnabroti.

Tveir mannanna sitja í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði og einn á Litla-Hrauni.

Ákært er vegna atviks frá 23. júní síðastliðnum þegar mennirnir sigldu skútunni Cocotte úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Þeir Poul Frederik Olsen (fæddur árið 1970) og Henry Fleischer (fæddur 1989) eru sakaðir um að hafa haft í vörslum sínum á skútunni um 157 kíló af hassi og 40 g af maríhúana. Fyrirhugað var að sigla með fíkniefnin til Grænlands til sölu og dreifingar þar. Skútan var sjósett í Danmörku og sigldu ákærðu Poul Frederik og Henry með fíkniefnin að Íslandsströndum.

Jonaz Rud Vodder, sem er fæddur 2002, er síðan ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.

Auk þess að krefjast refsingar yfir mönnunum er krafist upptöku á fjölmörgum munum og tækjum sem tengjast brotinu, þar á meðal skútunni sjálfri, Cocotte. Einnig er krafist upptöku á fíkniefnunum, utanborðsmótor, símum, tölvum, rafstöð, björgunarvesti, plastbát og fjölmörgu öðru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína