fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Úkraínumenn eru komnir í gegnum helstu varnarlínu Rússa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. september 2023 09:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska hernum hefur tekist að brjótast í gegnum helstu varnarlínu Rússa í suðausturhluta landsins. Eru brynvarin úkraínsk ökutæki komin í gegnum hana.

The Wall Street Journal segir að þetta sé stór áfangi eftir 3,5 mánaða langa gagnsókn Úkraínumanna.

Ónafngreindur foringi í úkraínska flughernum sagði að tekist hafi að sigrast á hindrunum á borð við skurði og steinsteypuklumpa en þeir eru yfirleitt notaðir til að hamla för skriðdreka.

Þessir steypuklumpar eru í daglegu tali nefndir „drekatennur“ en þetta einhverskonar ferkantaðir klumpar í pýramídaformi og þykja þeir koma að góðu gagni við að hamla för skriðdreka og annarra ökutækja.

The Wall Street Journal segir að myndbönd á samfélagsmiðlum sýni stórskotaliðsárásir Rússa á úkraínsk ökutæki á svæðinu og staðfestir það að sögn blaðsins að Úkraínumenn eru komnir í gegnum varnarlínuna.

Hugveitan Institute for the Study of War, sem fylgist náið með gangi stríðsins, skýrir einnig frá gegnumbroti Úkraínumanna á samfélagsmiðlinum X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“