fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Vara við skorti á skotfærum hjá NATO-ríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. september 2023 14:45

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd hafa mikla þörf fyrir skotfæri fyrir heri sína og í raun eru skotfærageymslur NATO-ríkjanna orðnar hálftómar ef ekki meira. Af þessum sökum vara yfirmenn herja NATO-ríkjanna við stöðunni.

Á laugardaginn funduðu yfirmenn NATO-herjanna í Noregi, meðal annars til að ræða stöðuna hvað varðar skotfæri og vopn. Það bætir ekki stöðuna að skotfæri og hergögn hafa almennt hækkað í verði og eru enn að hækka.

Rob Bauer, hollenskur aðmíráll og formaður hermálanefndar NATO, sagði að þessi þróun geri tilraunir ríkjanna til að auka öryggi erfiðar.

„Eins og staðan er núna, þá borgum við sífellt meira fyrir sömu hlutina. Það þýðir að við getum ekki tryggt að aukin útgjöld til varnarmála auki öryggið,“ sagði Bauer á laugardaginn að sögn TV2.

Lars Bangert Struwe, forstjóri hugveitunnar Atlantsammenslutningen, sagði í samtali við TV2 að sú staðreynd að formaður hermálanefndar NATO skýri frá skorti á skotfærum sýni hversu alvarleg staðan er.

Hann sagðist sjálfur hafa haft áhyggjur af litlum skotfærabirgðum evrópskra herja árum saman. „Við töldum að heimurinn væri friðsamur og svo er hann það bara ekki og við erum ekki undir það búin,“ sagði hann.

Hann sagði að þrjár ástæður séu fyrir því að skotfæri séu að verða af skornum skammti:

Stríðið í Úkraínu.

Evrópa og Bandaríkin eru ekki undir stríð búin.

Væntingar um að hægt sé að fá skotfæri afhent þegar þörf er fyrir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína