fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Pólland og nágrannaríkin óhlýðnast ESB

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. september 2023 08:00

Það kostar atvinnulífið 160 milljarða á ári að Ísland er utan ESB og evru. Kostnaðurinn lendir á íslenskum heimilum og skaðar samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn ákvað framkvæmdastjórn ESB að bann við innflutningi á korni frá Úkraínu til nágrannaríkja landsins, verði ekki framlengt. Þessi ákvörðun féll ekki í góðan jarðveg hjá Pólverjum, Slóvökum og Ungverjum sem hafa nú tilkynnt að ríkin setji sínar eigin takmarkanir á innflutning korns frá Ungverjum. Eru þessar takmarkanir gagnstæðar ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.

Lengi hefur verið deilt um hvaða leið á að flytja korn frá Úkraínu, eða frá því að Rússar réðust inn í landið. Þá kom ESB upp svokölluðum samstöðuleiðum. Úkraína fékk þá mikinn afslátt af tollum en það hefur haft neikvæð áhrif fyrir bændur í nágrannaríkjunum.

Kornstreymið frá Úkraínu flæddi yfir nágrannaríkin og lækkaði verð á korni mikið vegna þess. Það hafði auðvitað neikvæð áhrif á tekjur bænda þar.

Af þeim sökum settu Pólland, Ungverjaland og Slóvakía bann við innflutningi á korni frá Úkraínu fyrr á árinu til að vernda bændur. ESB gagnrýndi þessa ákvörðun og sagði þetta „óásættanlegt“.

En það var mikill þrýstingur og í maí lét ESB undan og setti bann við korninnflutningi til nágrannaríkjanna. Í banninu fólst að Úkraína átti flytja korn í gegnum nágrannaríkin en með því skilyrði að kornið yrði selt í öðrum ríkjum. Það er þetta bann sem ESB ætlar ekki að framlengja og það veldur spennu á milli aðildarríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“