fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Myrtu tvo rússneska herforingja með eitri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 06:45

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir rússneskir herforingjar létust og 15 aðrir voru lagðir alvarlegar veikir inn á sjúkrahús í Maríupól í Úkraínu eftir hátíðarhöldin á Degi flotans en Rússar halda þann dag hátíðlegan ár hvert. Allir urðu mennirnir fyrir alvarlegri eitrun og er talið að úkraínskur andspyrnuhópur hafi staðið á bak við hana.

Kyiv Post skýrir frá þessu og segir að samkvæmt færslu Petro Andrusjtjenko, ráðgjafa Vadym Bojtjenko hins úkraínska borgarstjóra Maríupól, sem er í útlegð, á Telegram þá hafi árásin beinst að yfirmönnum rússneska hersing þegar Degi flotans var fagnað þann 30. júlí.

„Á meðan á hátíðarhöldunum stóð var eitrað fyrir fjölda herforingja. 17 rússneskir herforingjar voru lagðir inn á sjúkrahús. Tveir þeirra, sem urðu þar með „góðir Rússar“ létust í gær,“ skrifaði Andrusjtjenko á föstudaginn.

Hann sagði að rússneska hernámsliðið telji að úkraínskir andspyrnumenn hafi eitrað fyrir Rússunum með blásýru og skordýraeitri.

„Okkar fólk segir brosandi: „Það þarf alltaf að gefa rottum eitur.“ Dagurinn byrjaði með góðum fréttum. Skemmdarverk er svo fallegt orð, eruð þið ekki sammála,“ skrifaði hann einnig.

Hann sagði að Y-hópurinn hafi gert árásina en hann er hluti af andspyrnuhreyfingunni í Maríupól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri