fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Ísland öruggasta landið fyrir konur að ferðast einar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2023 17:00

Mynd: Traveloffpath

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar konur kjósa það að ferðast einar á ferðalögum sínum víðs vegar um heiminn. Í grein á ferðavefnum Traveloffpath er fullyrt að yfir 70% ferðasérfræðinga segi konur mun líklegri til að ferðast einar en karlar, en þrjár af hverjum fjórum bandarískum konum hafa þegar ferðast einar. 

Hérlendis hefur Guðrún Ólafsdóttir ferðalangur haldið vinsæl námskeið hjá Endurmenntun um ferðamátann að ferðast ein/n eða eitt, en námskeiðið heitir: Að ferðast ein um heiminn, frelsi, ævintýri og áskoranir.

Greinarhöfundur Traveloffpath hefur ferðast ein í fimm ár og á þeim tíma heimsótt yfir 40 lönd. Samstarfskonur hennar hafa sömuleiðis ferðast einar til fjölmargra landa. Settust þær því miður og útbjuggu lista yfir þau tíu lönd sem best eru fyrir konur að ferðast einar til og er Ísland efst á listanum.

Ísland

Kvenkynsferðalangar elska smæð landsins, vingjarnlega heimamenn og einstaka náttúrufegurð. Svo ekki sé minnst á að Ísland er öruggasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index, en landið hefur haldið fyrsta sæti þar síðan árið 2008.

Mælt er með að fara í dagsferðir.  „Þegar þú ferðast til suðurlandsins í 10 tíma dagsferð með fullt af ókunnugum er nánast ómögulegt annað en að eignast vin eða tvo á leiðinni.“

Þar sem þjóðin er fámenn þá er gististaðurinn hlýrri og persónulegri, fólk á staðnum muni nafn ferðamannsins og bryddi upp á samræðum.

Slóvenía

Landinu er líkt við ævintýraland Narníu í bókum C. S. Lewis. Þar má finna heillandi skóga og kastala sem sóma sér vel í ævintýrum. Landið er jafnframt það sjöunda öruggasta í heimi samkvæmt Global Peace Index. 85% kvenna finnst öruggt að ganga einar á nóttunni og staðfestir ferðalangurinn Claire Ramsdell það í viðtali við BBC, en hún gekk um borgina að næturlagi og myndaði og sagði að henni hefði fundist hún alveg örugg. „Þetta hefði getað verið erfið upplifun annars staðar, en í þessu tilviki var þetta dásamlegt.“

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Lúxus einkennir Sameinuðu arabísku furstadæmin, en konurnar á Traveloffpath segja að þar ríki einnig gestrisni og öryggi. Abu Dhabi og Dubai eru jafnan á topp 20 lista öruggustu borga heims, sem gerir þær að ákjósanlegu vali kvenkyns ferðalanga.

Yfirmaður vefsíðunnar Kashlee Kucheran býr sjálf í Dubai og segist mest kunna að meta þar öryggi og þægindi. „Fólk skilur Ferrari og Bugatti bíla sína eftir ólæsta með lyklana inni og gluggana niðri. Þú sérð konur frá mismunandi löndum ganga með öruggum hætti um borgina, jafnvel eftir myrkur. Ég hef ekki fundið fyrir óþægindum hér.“

Japan

Greinarhöfundur segir Japan fullkomið fyrir kvenkyns ferðalanga þar sem japanskt samfélag er einfaldlega byggt fyrir fólk til að gera hlutina eitt. Veitingastaðir eru venjulega með borð fyrir einn og einnig er gert ráð fyrir einstaklingum við barinn kjósi fólk að sitja þar. Sjaldgæft er að dýrara sé að ferðast einsamall og er öll gisting sniðin að einstaklingum líka.

Japan er þriðja öruggasta land Asíu og níunda öruggasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index. Japönsk neðanjarðarlestarkerfi eru venjulega með vagna sem eingöngu eru fyrir konur, og eru þeir merktir með stórum bleikum límmiðum á japönsku og ensku. Ef þig vantar aðstoð á ferðalaginu eru heimamenn yfirleitt fúsir til að veita aðstoð og leiðbeina.

Albanía

Frábær valkostur fyrir kvenkyns ferðalanga. Viðráðanlegt verð, sögulegir bæir og fleira gera Albaníu að einu fjölbreyttasta og skemmtilegasta landi Balkan-skagans. Gestrisni heimamanna er mikil.

Næstu lönd í listanum eru: 

6. Argentína
7. Írland
8. Oman
9. Króatía
10. Malasía

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Í gær

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik