Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo, birti mynd á Instagram sem hefur fengið töluverða athygli.
Hún birti mynd af börnum þeirra og mátti sjá dóttur hennar Ronaldo í Liverpool treyju með Mo Salah aftan á.
Þetta vekur athygli í ljósi þess að Ronaldo er goðsögn hjá erkifjendunum í Manchester United.
Ronaldo spilar, eins og flestir vita, með Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Fjöldi stórstjarna hefur fylgt honum þangað til lands í kjölfar skipta Portúgalans síðasta vetur.
Salah var einmitt orðaður við lið í Sádi-Arabíu fyrr í sumar.