fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Mannránið sem skekur Bandaríkin – Er Carlee Russell öll sem hún er séð?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júlí 2023 11:58

Mál Carlee Russell hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir viku síðan, laugardaginn 15. júlí, gekk Carlee Russell berfætt og illa til reika inn á heimili sitt í Alabama-fylki í Bandaríkjunum og þar með lauk tveggja sólahringa leit að hinni 25 ára gömlu konu um gjörvallt fylkið.

Málið þykir afar dularfullt og segja má að fréttir af því heltekið Bandaríkin undanfarna daga.

Það var fimmtudaginn 13. júlí sem Russell var á heimleið eftir vinnu þegar hún er sögð hafa rekist á smábarn sem var eitt á ferð. Russell hringdi þegar á neyðarlínuna og tilkynnti um atvikið en þegar lögregluna bar að garði var Russel hvergi að finna. Í öryggismyndavélum af vettvangi mátti sjá hana stöðva rauðan smábíl sinn út í vegkanti, opna hurðina og stíga út en síðan hverfa sjónum.

Russell hringdi um svipað leyti í ættingja sinn en skyndilega þagnaði hún en sleit þó ekki símtalinu.

Slapp úr haldi

Í kjölfarið blés lögregla til víðtækrar leitar af Russell sem lauk, eins og áður segir, þegar hún gekk inn á heimili sitt tveim dögum síðar.

Sjúkraliðar og lögregla þustu á vettvang en við skýrslutöku lýsti Russell atburðarásinni á þá leið að eftir að hafa hugað að barninu hafi maður komið út úr skógarþykkninu, gripið hana og neytt hana inn í bíl sem var í hvarfi. Hún hafi verið í sjokki en næsta minning hennar var sú að hún væri farangursrými sendibíls með manni með appelsínugult hár og konu. Útundan sér hafi hún heyrt barnsgrát.

Russel fullyrti að fólkið hafi flutt hana í ótilgreint hús þar sem þau hafi meðal annars myndað hana fáklædda. Eftir tveggja daga þrautargöngu hafi hún náð að sleppa úr húsinu og þegar haldið heim á leið.

Eðli málsins samkvæmt vakti málið mikla athygli í fjölmiðlum og lögregla tók rannsókn málsins alvarlega.  Blásið var til söfnunar meðal almennings og var andvirðinu, um 8 milljónum króna, heitið sem fundarlaunum til þeirra sem gætu komið með upplýsingar um hvar Russel væri að finna.

Tvær grímur renna á rannsakendur

Smátt og smátt fór hins vegar ýmislegt undarlegt að koma í ljós.

Til að mynda hefur lögreglan ekki með nokkru móti getað staðfest neitt varðandi frásögn Russell. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir frásögn hennar um smábarn sem var eitt og yfirgefið. Þá fundust hárkolla, farsími og veski við hlið yfirgefinnar bifreiðar hennar sem hefur valdið talsverðum heilabrotum.

Þegar lögregla fór svo að rannsaka Russel nánar fóru skrýtnir hlutir að koma í ljós. Meðal annars virðist hún hafa verið heltekin afkvikmyndinni Taken, sem fjallar einmitt um mannrán, og ítrekað leitað sér upplýsinga á Google um allt sem myndinni tengist. Þá hafði hún leitað sér ítarlegra upplýsinga um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um smábörn í hættu, hvernig ætti að nálgast peninga úr bönkum án þess að hægt væri að rekja það til yfirvalda og síðan ekki síst leitað að rútumiðum aðra leiðina úr fylkinu.

Rannsókn málsins er enn í gangi en spjótin eru farin að beinast að Russell og leikur grunur á að hún hafi sviðsett hvarf sitt. Þannig hefur vinnuveitandi hennar, snyrtistofa í Alabama, meðal annars rekið hana úr starfi í kjölfar atburðarins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti

Ósátt við að refaskytta hafi verið valin með hlutkesti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót