fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn sendu herþotur af stað vegna hegðunar Rússa

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 11:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn sendi fyrr í vikunni sveit F-22 herþota til Mið-Austurlanda vegna áhyggja af glæfralegri og ófagmannlegri hegðun rússneskra herflugmanna á svæðinu.

Samkvæmt frétt CNN sagði Michael Kurilla, einn æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, í tilkynningu að glæfraleg og ófagmannleg hegðun rússnesku flugmannanna sé eitthvað sem ekki sé að búast við frá opinberum flugher. Segir hann Rússana hafa reglulega brotið umsamdar reglur um aðgerðir til að draga úr möguleikum á átökum eða mistökum milli bandarískra og rússneskra herþota á svæðinu. Sagði hershöfðinginn Bandaríkjaher og bandamenn hans staðráðinn í að auka öryggi og stöðugleika í Mið-Austulöndum.

Var herþotunum beint til Mið-Austurlanda frá herstöðvum í Evrópu.

Fram kemur hjá CNN að árásargirni rússneskra herþota á svæðinu hafi farið vaxandi undanfarin misseri. Komið hafa upp mörg atvik þar sem bandarískar og rússneskar herþotur hafa mæst á flugi og þá einna helst í lofthelgi Sýrlands. Í apríl síðastliðnum gerðu rússneskir herflugmenn margar tilraunir til að egna bandarískum kollegum sínum til átaka yfir Sýrlandi.

Talsmaður flughers Bandaríkjamanna segir að glæfraskapur og ófagmanneska rússneskra flugmanna í Mið-Asuturlöndum hafi aukist til muna undanfarið ár. Þar áður hafi yfirmenn rússneskra hersveita í Sýrlandi verið miklu tilbúnari til að fylgja umsömdum ferlum við að draga úr líkum á átökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Í gær

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“