fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn á hröðum flótta – Fara yfir eigin jarðsprengjusvæði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. júní 2023 08:00

Úkraínskir hermenn við brunnið rússneskt ökutæki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt bendir til að Rússar hafi verið aðeins of góðir með sig í Úkraínu og hafi gleymt að skrá hjá sér hvar þeir hafa grafið jarðsprengjur niður.

Þessa ályktun má draga af nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Þar segir að sífellt fjölgi þeim rússnesku hermönnum sem falla við það að stíga á eigin jarðsprengjur.

Segir ráðuneytið að gagnsókn Úkraínumanna, sem nú er hafin, hafi sums staðar stökkt Rússum á hraðan flótta og hafi rússneskir hermenn jafnvel hlaupið yfir svæði þar sem þeir höfðu komið jarðsprengjum fyrir.

Segir ráðuneytið að úkraínski herinn hafi líklega náð góðum árangri í sókn sinni á sumum vígstöðvum og komist í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Á öðrum vígstöðvum hafi árangurinn ekki verið eins góður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti