Þessa ályktun má draga af nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Þar segir að sífellt fjölgi þeim rússnesku hermönnum sem falla við það að stíga á eigin jarðsprengjur.
Segir ráðuneytið að gagnsókn Úkraínumanna, sem nú er hafin, hafi sums staðar stökkt Rússum á hraðan flótta og hafi rússneskir hermenn jafnvel hlaupið yfir svæði þar sem þeir höfðu komið jarðsprengjum fyrir.
Segir ráðuneytið að úkraínski herinn hafi líklega náð góðum árangri í sókn sinni á sumum vígstöðvum og komist í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Á öðrum vígstöðvum hafi árangurinn ekki verið eins góður.