fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sláandi tölur um hug ungra karlmanna til ofbeldis í garð kvenna

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 12. júní 2023 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjungur ungra karlmanna í Þýskalandi telur það ásættanlegt að beita konur ofbeldi. Þetta leiðir könnun góðgerðarsamtakanna Plan International Germany í ljós.

Hjá CNN kemur fram að eitt þúsund karlmenn og jafn margar konur á aldrinum 18-35 ára, um allt Þýskaland, hafi verið beðin um að veita álit sitt á karlmennsku með því að svara könnuninni.

Af karlmönnunum sögðust 34 prósent hafa beitt kærustur sínar eða eiginkonur ofbeldi til að innræta þeim virðingu. Alls sögðust 33 prósent þeirra að ásættanlegt væri að  hendur þeirra myndu „renna aðeins til“ þegar þeir rífast við kærustur sínar og eiginkonur.

Markmið könnunarinnar var einnig að kanna mismunandi hugmyndir um siðgæði á milli karla og kvenna. Nákvæmlega helmingur, 50 prósent, karlanna sögðust ekki vilja eiga í sambandi við konu sem hefði átt marga bólfélaga en 20 prósent kvennanna sögðust ekki vilja eiga í sambandi við karlmann sem hefði átt marga bólfélaga.

Þegar kom að verkaskiptingu í samböndum voru hugmyndir þeirra karla og kvenna sem svöruðu könnuninni einnig talsvert ólíkar. Alls sögðust 52 prósent karlanna vilja eiga í samböndum þar sem þeir sæju alfarið um að afla tekna fyrir heimilið en að umönnun barna og heimilshald væru á verksviði konunnar.

Alls sögðust 66 prósent kvennanna vera ósammála þessu og vilja eindregið sambönd þar sem fullt jafnræði ríkir. Athygli hlýtur þó að vekja að hlutfallið skuli ekki vera enn hærra.

Fram kemur einnig hjá CNN að 48 prósent allra svarenda mislíkaði mjög að samkynhneigðir væru að tjá kynhneigð sína á opinberum vettvangi. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir kynjum.

Ýmis samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi í Þýskalandi segja niðurstöður könnunarinnar sláandi.

Í Þýskalandi er ein hæsta tíðni morða á konum, sem myrtar eru fyrst og fremst vegna þess að þær eru konur, í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“