Þetta sagði Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, í yfirlýsingu á Telegram síðdegis á sunnudaginn.
Ástæðan fyrir þessum ummælum hans er að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefur að sögn sett fram þá kröfu að allir sjálfboðaliðar, sem berjast með Rússum í Úkraínu, skuli skrifa undir samning við rússneska herinn fyrir 1. júlí.
Þessi krafa nær einnig til málaliðahópa á borð við Wagner–Group.
En þessi krafa fellur ekki í góðan jarðveg hjá Prigozhin að sögn Reuters. Hann hefur margoft gagnrýnt yfirstjórn rússneska hersins og Shoigu.
Wagner–Group barðist mánuðum saman við Úkraínumenn um yfirráð yfir Bakhmut og telja bandarísk yfirvöld að um 20.000 liðsmenn Wagner hafi fallið í bænum. Der Spiegel segir að Wagner–Group hafi staðið á bak við fjöldamorðin í Butja í upphafi stríðsins.