fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Helgi lét þung orð falla í beinni þegar hann fór yfir atvikið umdeilda á Akranesi – „Þetta er að mínu viti kjaftæði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn björguðu sér fyrir horn á heimavelli gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í fyrradag. Farið var yfir málið í markaþætti Lengjudeildarinnar í gær

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrra mark leiksins en Sævar Atli Hugason fékk rautt spjald í leiknum. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn.

Mjög umdeilt atvik og Helgi Fannar Sigurðsson stjórnandi markaþáttarins var ekki sáttur að sjá atvikið.

„Þetta er að mínu viti kjaftæði,“ sagði Helgi Fannar.

video
play-sharp-fill

Sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr segir að flestir séu á sama máli um að Sigurður Hjörtur hafi gert mistök þarna.

„Ég ræddi við góða menn í gær, þar á meðal dómara. Það væru flestir á því eins og ég að þetta væri ekki rautt spjald,“ sagði Hrafnkell Freyr um stöðu mála.

„Þegar það er verið að spila á svona völlum þá verða tæklingarnar oft skrýtnar þegar menn renna.“ bætti Hrafnkell einnig.

Hlynur Sævar Jónsson skoraði jöfnunarmark ÍA á 94 mínútu. Afturelding með sjö stig eftir þrjá leiki en ÍA með tvö stig.

Umræðuna má sjá hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fá hugsanlega ekki að taka þátt vegna tengsla við Manchester City

Fá hugsanlega ekki að taka þátt vegna tengsla við Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Inter búið að funda með umboðsmanni Alberts og samkomulag sagt nálgast – Undirbúa formlegt tilboð

Inter búið að funda með umboðsmanni Alberts og samkomulag sagt nálgast – Undirbúa formlegt tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er ákvæðið í samningi Arnars – Málsvörn KA byggði á því að Arnar hefði verið óheiðarlegur í viðræðum við Val

Þetta er ákvæðið í samningi Arnars – Málsvörn KA byggði á því að Arnar hefði verið óheiðarlegur í viðræðum við Val
Hide picture