fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Stefndi í algjöra martröð þegar skilaboð bárust úr óvæntri átt – Bjargaði deginum

433
Sunnudaginn 21. maí 2023 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lee Gregory, leikmaður Sheffield Wednesday, týndi grímu sinni sem hann notast við í leikjum eftir að hann braut kinnbein á dögunum. Stuðningsmaður kom honum til bjargar.

Gríman týndist í fagnaðarlátum Wednesday og stuðningsmanna eftir ótrúlegan sigur liðsins í undanúrslitum umspilsins í C-deildinni á dögunum. Liðið var 4-0 undir gegn Peterbrough eftir fyrri leik liðanna en van sneri taflinu við í seinni leiknum og vann í vítaspyrnukeppni.

Fagnaðarlætin á heimavelli liðsins voru eðlilega mikil og í hamagangnum týndist gríma Gregory.

Wednesday sendi út tilkynningu. „Eftir ótrúlegan viðsnúning okkar á þriðjudag týndist gríma Lee Gregory. Við getum ekki fengið nýja fyrir næstu viku. Veit einhver hvar hún gæti verið,“ sagði í henni, en liðið mætir Barnsley í úrslitaleik um sæti í B-deildinni eftir rúma viku.

Það kom óvænt svar frá stuðningsmanni.

„Pabbi minn fann hana eftir leik! Sendið mér skilaboð og ég kem henni til hans (Gregory),“ svaraði hann.

Aldeilis vel gert hjá stuðningsmanninum sem bjargaði málunum fyrir úrslitaleikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“