fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Útlit Johnny Depp vekur óhug hjá aðdáendum

Fókus
Föstudaginn 19. maí 2023 09:59

Johnny Depp á Cannes kvimyndahátíðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur verið miðpunktur athyglinnar á Cannes kvikmyndahátíðinni sem stendur nú yfir.

Depp fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Jeanne Du Barry sem var forsýnd á hátíðinni á þriðjudaginn.

Eftir sýningu myndarinnar risu áhorfendur úr sætum og stóð lófatakið yfir í um sjö mínútur alls. Leikarinn varð vonum upp með sér eftir þessar viðtökur og táraðist.

Sjá einnig: Johnny Depp táraðist eftir að allir risu úr sætum til að fagna honum – „Þetta er furðulegur brandari“

Johnny Depp á Cannes kvimyndahátíðinni. Mynd/Getty

En frammistaða Depp er ekki það eina sem hefur vakið athygli á hátíðinni heldur hefur útlit hans vakið óhug hjá mörgum.

Myndir af leikaranum á rauða dreglinum hafa farið eins og eldur í sinu um netheima vegna ástands tanna hans.

„Tennur Johnny Depp eru bókstaflega að rotna,“ segir einn netverji.

Það eru ekki bara tennurnar hans sem hafa verið á milli tannanna á fólki. Leikarinn hefur haldið sig frá sviðsljósinu undanfarið og hefur verið umdeildur eftir að sýnt var í beinni útsendingu frá málaferlum hans gegn leikkonunni og fyrrverandi eiginkonu hans, Amber Heard. Depp hafði betur í málinu en margir trúa því enn að hann hafi beitt hana ofbeldi.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um mál Johnny Depp og Amber Heard

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King