fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Kokkur Pútíns er í alvarlegum vanda

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. maí 2023 08:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, sem oft er nefndur „Kokkur Pútíns“, er lýsandi dæmi um rússneska hernaðarhyggju en mikill metnaður hans gæti kannski orðið fórnarlamb óvænts upplýsingaleka frá Bandaríkjunum.

Í leyniskjölum, sem var lekið á netið, kemur fram að Prigozhin hafi verið í sambandi við úkraínsku leyniþjónustuna allt frá upphafi stríðsins í Úkraínu og hafi boðið henni upplýsingar um keppinauta sína í rússneska hernum.

Samkvæmt því sem kemur fram í Washington Post, þá bauð Prigozhin Úkraínumönnum upplýsingar um staðsetningar rússneska hersins. Í staðinn fyrir þessar upplýsingar áttu Úkraínumenn að hætta árásum á Wagnerliða í Bakhmut.

Úkraínumenn eru sagðir hafa hafnað þessu tilboði hans því þeir hafi ekki treyst honum.

Á rússneskan mælikvarða er þetta sívaxandi hneyksli en óvíst er hversu mikil áhrif þetta mun hafa á stöðu Prigozhin. Það veltur á hvernig ráðamenn í Kreml túlka þetta.

Fram að þessu hafa flestir opinberir fjölmiðlar og áberandi stuðningsmenn stjórnvalda stigið varlega til jarðar í málinu og þykir það benda til að ekki sé búið að komast að endanlegri niðurstöðu á æðstu stöðum.

Prigozhin á marga óvini beggja megin víglínunnar og margir þeirra hafa eflaust áhuga á að koma af stað sögum sem láta hann líta út fyrir að vera ótraustan mann sem ógn stafar frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin