fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Rannsókn á andláti Sofiu beinist að hugsanlegu manndrápi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. maí 2023 17:15

Sofia Sarmite Kolesnikova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á andláti Sofiu Samite Kolesnikova, 28 ára gamallar konu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi 29. apríl, beinist nú að hugsanlegu manndrápi. Er það í samræmi við bráðabirgðaniðurstöðu krufningar.

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir sama dag á vettvangi og síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 5. maí. Öðrum þeirra var sleppt í gær, en Héraðsdómur Suðurlands framlengdi nú fyrir stuttu gæsluvarðhald til 19. maí yfir hinum manninum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsókn málsins beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og meðal annars er beðið gagna erlendis frá.

Lögreglan fundaði með aðstandendum Sofiu í dag þar sem þau voru upplýst um stöðu rannsóknarinnar, en lögreglan telur sig vera með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts hennar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“