fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í máli Emilie Meng – „Það verður að beita öllum ráðum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 04:15

Silfurgrái Hyundai bíllinn fyrir utan lestarstöðina í Korsør. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti síðasta fimmtudag bönkuðu sérfræðingar lögreglunnar upp á hjá fjölskyldu einni í Slóvakíu. Þeir voru komnir til að leggja hald á bíl hennar, Hyundai i30, sem stóð í innkeyrslunni og var það gert að beiðni dönsku lögreglunnar.

Ekstra Bladet og B.T. skýra frá þessu og segja að þetta sé bíll sem var í eigu 32 ára karlmanns sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna Filippa málsins svokallaða. Það mál snerist um hvarf hinnar 13 ára Filippa nýlega. Hún fannst eftir um sólarhringsleit á heimili mannsins. Hann hafði numið hana á brott og haldið fanginni heima hjá sér og nauðgað ítrekað.

Fljótlega eftir að hann var handtekinn vöknuðu spurningar um hvort hann tengist hugsanlega máli Emilie Meng sem var myrt 2016, ekki langt frá þeim stað sem Filippa hvarf frá. Lögreglan hefur staðfest að hún sé að rannsaka hvort maðurinn tengist máli Emilie.

Þegar það mál var til rannsóknar á sínum tíma lýsti lögreglan eftir silfurgrárri Hyundai i30 bifreið sem sást bregða fyrir á upptöku eftirlitsmyndavélar lestarstöðvarinnar í Korsør en þar sást Emilie síðast á lífi. Ökumaður bílsins gaf sig aldrei fram og lögreglan hafði aldrei upp á bílnum, fyrr en hugsanlega nú.

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

 

 

 

 

 

Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um bæði málin að undanförnu en þau hvíla bæði mjög þungt á þjóðinni. Nú hefur dönsku lögreglunni sem sagt tekist að hafa uppi á bíl mannsins í Slóvakíu og leggja hald á hann. Hann var skráður altjónaður 2021 og var seldur til bílapartasala. En hann var greinilega ekki settur í brotajárn, heldur gert við hann og seldur áfram til fjölskyldu í Slóvakíu.

Í síðustu viku sgaði Mai-Britt Storm Thygesen, lögmaður fjölskyldu Emilie Meng, í samtali við B.T. að gríðarlega mikil ábyrgð hvíli á lögreglunni að rannsaka allt sem tengist máli hennar og að upplýsingarnar um að hinn handtekni hafi átt Hyundai i30 verði að rannsaka ofan í kjölinn. „Það verður að beita öllum ráðum,“ sagði hún.

Það er einmitt það sem lögreglan virðist hafa gert og þannig haft uppi á bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum