fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Keyrði bíl á hús og bíllinn hringdi í 112

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 07:48

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld fékk lögregla símtal um að ekið hefði verið á hús í Kópavogi. Við höggið hringdi bíllinn í 112. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu varð lítið eignatjón við áreksturinn.

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að sveifla hnífi í miðborginni. Hann var handtekinn, grunaður um vopnalagabrot og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var til lögreglu í gærkvöld að maður neitaði að borga fyrir sig á veitingastað í miðborginni. Hafði hann sjálfur krafist þess að hringt yrði á lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og honum tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Að því loknu var hann látinn laus.

Í Breiðholti var tilkynnt um ungmenni sem voru að kveikja eld inni á almenningssalerni. Voru þau farin þegar lögreglu bar að.

Tilkynnt var um veiðiþjófnað í Elliðaánum. Er lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir einn mann, honum kynnt að það mætti ekki veiða í ánni en hann var ekki með neinn afla og því laus allra mála.

Tilkynnt var um bíl uppi á grjóti í Hafnarfirði eða Garðabæ. Haft var samband við skráðan eiganda sem kvaðst ætla að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi bílinn.

Óskað var aðstoðar lögreglu er ökumaður hafði fest bíl sinn í Mosfellsbæ. Bíllinn var losaður með dráttarbíl og honum ekið af vettvangi, ekkert eignartjón varð né slys á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel