fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hópslagsmál í Hafnarfirði og vopnað rán í Kópavogi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 07:29

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn vopnaðir hamri og kúbeini frömdu vopnað rán í verslun í Kópavogi í gærkvöldi.

Ruddust þeir inn í verslunina og beittu starfsmann ofbeldi sem haldið var niðri meðan að mennirnir tóku peninga úr peningakassa verslunarinnar.

Að sögn lögreglu hlaut starfsmaðurinn áverka í andliti eftir árásina og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.

Lögreglu var tilkynnt um meðvitundarlausan einstakling eftir hópslagsmál í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sá var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar, með meðvitund en þó með áverka.

Lögregla svo fékk tilkynningu um mikil læti frá aðilum á mótorhjólum í hverfi 105 í gærkvöldi. Stuttu síðar var tilkynnt um hópslagsmál þar sem nokkrir væru að lemja einn. Lögregla fór á vettvang en enginn fannst á vettvangi.

Lögreglu í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti og Mosfellsbæ, var tilkynnt um tvo menn með lambhúshettur og hníf vera að hlaupa á eftir ungum dreng.

Mennirnir náðu honum ekki en þegar lögregla kom á vettvang var ekkert að sjá og enginn sem tilkynnti að hafa lent í þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu