Jose Mourinho þjálfari Roma gæti freistast til þess að láta af störfum hjá félaginu í sumar vegna tilboða sem berast honum nú frá Sádí Arabíu.
Mourinho er með tilboð frá landsliði Sádí Arabíu sem er tilbúið að borga honum 100 milljónir punda fyrir tveggja ára samning.
Myndi það gera Mourinho að yfirburðar launahæsta þjálfara í heimi.
Þá kemur til greina að Al-Nassr þar sem Cristiano Ronaldo leikur reyni að fá Mourinho en þeir gætu þurft að leita að þjálfara í sumar.
Rudi Garcia þjálfari Al-Nassr er samningslaus í sumar og er talið líklegt að hann láti af störfum.
Sádar eru stórhuga í fótboltanum en auk Cristiano Ronaldo eru lið þar í landi nú að reyna að klófesta hinn ótrúlega Lionel Messi.