fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Tugir íslenskra barna fá offitulyf

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 10:00

Starfsfólk Barnadeildar Hringsins aðstoðar börnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir tugir íslenskra barna fá nú offitulyfin Saxenda og Ozempic, sem hafa áhrif á seddustjórnunarkerfi líkamans. Rúmlega hundrað börn eru á biðlista eftir þjónustu hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins vegna offitu. Biðtíminn er að jafnaði um eitt og hálft ár en ekkert annað skipulagt úrræði er til staðar hér á landi fyrir börn með offitu og fjölskyldur þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Tryggva Helgasyni, sérfræðingi í barnalækningum og offitu barna og umsjónarmanni offitulækninga barna hjá Barnaspítalanum, að í hans huga séu lyfin ekki megrunarlyf, þau virki á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. „Ef það er verið að beita þeim á fólk sem er ekki með offitu heldur nokkur aukakíló sem það vill losna við, þá er það misbeiting á þessum lyfjum ef þú spyrð mig,“ er haft eftir Tryggva.

Hann sagði að margir, sem glíma við offitu, fái ekki meðferð og hugsanlega þurfi að nota þessi lyf í meira mæli en nú er gert.

Hann sagði þetta fyrstu lyfin í þessum lyfjaflokki sem hafa áhrif á seddustjórnunarkerfið. Eftir nokkur ár verður umræða um þessi lyf sem megrunarlyf ekki lengur til staðar að mati Tryggva.

Offita barna hefur aukist á síðustu áratugum og segir Tryggi samfélagsbreytingar aðalástæðuna fyrir þessu. Fólk sæki meira í kyrrsetuafþreyingu, aukin pressa sé á að vera með stuttan matartíma og hálftilbúinn eða altilbúinn mat. „Minni tími fjölskyldunnar með börnum og minni svefn. Allt eru þetta þekktar orsakir sem valda aukinni offitu,“ sagði Tryggi.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum