fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Gríðarlegt hrap á ferlinum: Varð þjóðarhetja fyrir sjö árum – Ekkert gengið upp síðan þá

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir sóknarmanninum Eder sem lék til að mynda með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.

Eder lék þar árið 2015 en skoraði ekkert mark í 13 leikjum og var lánaður til Lille í Frakklandi ári seinna.

Þar skoraði Eder sex mörk í 13 deildarleikjum sem var nóg til að tryggja sæti hans í portúgalska landsliðshópnum fyrir EM 2016.

Eder varð þjóðarhetja í Portúgal eftir það mót en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn Frökkum.

Portúgal vann 1-0 en eftir það hefur ferill leikmannsins svo sannarlega legið niður á við.

Eder er 35 ára gamall í dag og eftir að hafa toppað sig á ferlinum fór hann aftur til Lille og skoraði 13 mörk í 41 leik.

Eftir það fór framherjinn til Rússlands til Lokomotiv Moskvu og náði aðeins að gera 15 mörk í 119 leikjum.

Hann var látinn fara og samdi við Al Raed í Sádí Arabíu og gerði sex mörk alls. Í dag er hann án félags og ku vera að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern