fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Gríðarlegt hrap á ferlinum: Varð þjóðarhetja fyrir sjö árum – Ekkert gengið upp síðan þá

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir sóknarmanninum Eder sem lék til að mynda með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.

Eder lék þar árið 2015 en skoraði ekkert mark í 13 leikjum og var lánaður til Lille í Frakklandi ári seinna.

Þar skoraði Eder sex mörk í 13 deildarleikjum sem var nóg til að tryggja sæti hans í portúgalska landsliðshópnum fyrir EM 2016.

Eder varð þjóðarhetja í Portúgal eftir það mót en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn Frökkum.

Portúgal vann 1-0 en eftir það hefur ferill leikmannsins svo sannarlega legið niður á við.

Eder er 35 ára gamall í dag og eftir að hafa toppað sig á ferlinum fór hann aftur til Lille og skoraði 13 mörk í 41 leik.

Eftir það fór framherjinn til Rússlands til Lokomotiv Moskvu og náði aðeins að gera 15 mörk í 119 leikjum.

Hann var látinn fara og samdi við Al Raed í Sádí Arabíu og gerði sex mörk alls. Í dag er hann án félags og ku vera að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum