fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Leikmaður sem þeir þurfa að losa í sumar – Gætu venjulega fengið 120 milljónir

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. mars 2023 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Sherwood, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, telur að West Ham þurfi að losa Declan Rice í sumar.

Rice verður samningslaus sumarið 2024 en hann er einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og er 24 ára gamall í dag.

Sherwood telur að West Ham þurfi að fá pening fyrir Rice í sumar áður en félagið losnar við hann frítt en stórlið eru á eftir hans þjónustu.

,,Ég tel að hann þurfi að fara. Fyrir félag eins og West Ham, að halda honum í tímabil í viðbót og svo færðu ekkert fyrir hann. Þú getur fengið 60-80 milljónir fyrir hann, ég myndi verðmeta hann þar,“ sagði Sherwood.

,,Ef hann ætti þrjú ár eftir af samningnum þá myndirðu þurfa að borga 120 milljónir fyrir hann en það er ekki staðan.“

,,Hann hefur haldið sig hjá West Ham, hann hefur verið svo trúr félaginu en í sumar þá er tími fyrir félagið að hleypa honum burt og fá pening inn. Það myndi hjálpa þeim að fá aðra leikmenn til félagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“