fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 10:00

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútíns, forseta, er allt annað en sáttur við að Alþjóðasakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín.

Að sögn Sky News kom hann með þungorða aðvörun vegna þess. Í langri færslu á Telegram gagnrýndi Medvedev dómstólinn fyrir að hafa gefið út handtökuskipun á hendur Pútín en dómstóllinn sakar hann um að bera ábyrgða á stríðsglæpum í Úkraínu.

Medvedev, sem er þekktur fyrir harðorðar yfirlýsingar og fyrir að hafa í hótunum um beitingu kjarnorkuvopna, skrifaði að dómstóllinn hafi ákveðið að hefja málarekstur gegn forseta kjarnorkuveldis, sem á ekki aðild að dómstólnum á sama grundvelli og Bandaríkin og önnur ríki.

„Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar,“ skrifaði hann og sagði handtökuskipunina marka „hrun“ lagalegra lögmála.

„Nú vill enginn snúa sér til alþjóðastofnana, allir muni semja sín á milli. Allar heimskulegar ákvarðanir SÞ og annara álíka stofnana munu bresta. Dapurlegt hrun alls kerfis alþjóðlegra skuldbindinga er í uppsiglingu. Traustið er horfið,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans