fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Töldu að maður hefði dottið í sjóinn – Mikill viðbúnaður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 06:08

Mynd/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt um mann sem kraup á skeri við strandlengjuna í Garðabæ. Sjónarvottar sögðu að maðurinn hefði staðið á skerinu, beygt sig niður og síðan horfið. Lögreglumenn sáu skóför í snjónum á milli strandar og skers og benti ekkert til að maðurinn hefði gengið til baka frá skerinu.

Lögreglumenn kölluðu því þyrlu LHG út auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og kafarahóp frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Skömmu eftir að óskað var eftir aðstoðinni rákust lögreglumenn á mann á gangi við ströndina. Reyndist það vera maðurinn sem leitað var að. Hann sagðist hafa farið út á skerið en hefði ekki dottið í sjóinn. Hafi aðeins kropið á skerinu til að taka ljósmyndir af ísnum sem hafði myndast á því. Frekari aðstoð var því afþökkuð.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um grímuklæddan mann að sniglast í húsagarði. Hann flúði þegar hann sá öryggismyndavélar. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við þennan aðila sem reyndist vera erlendur ferðamaður í leit að AirBnB íbúð sinni.

Í Grafarvogi var tilkynnt um mann að klifra yfir svalahandrið í séreign fjölbýlishúss. Þarna reyndist um íbúa í húsinu að ræða. Hafði hann gleymt lyklunum sínum og því vippaði hann sér yfir handriðið og komst inn um svalahurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd