fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Framkvæmdastjórn ESB reynir að þrengja að rússneskum vopnaiðnaði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 08:00

Ursula von der Leyen formaður framkvæmdastjórnar ESB. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB lagði í gær fram tillögur að tíunda refsipakkanum gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Í pakkanum er gert ráð fyrir útflutningsbanni á ýmsum vörum til Rússlands og er verðmæti þessa útflutnings 11 milljarðar evra.

Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að með þessu verði Rússar sviptir aðgangi að mikilvægri tækni. „Þessu er beint markvisst að iðnaðarvörum sem Rússar geta ekki fengið annars staðar,“ sagði hún.

Meðal þessara hluta eru íhlutir í raftæki, í vélar og ákveðnar gerðir ökutækja.

Einnig verður útflutningur á 47 rafmagnsíhlutum bannaður en þessa íhluti er hægt að nota í rússnesk vopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm