fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Orð Jose Mourinho frá 2020 um Manchester City rifjuð upp – „Þetta eru endalokin“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orð Jose Mourinho frá árinu 2020 um fjármögnun Manchester City og þá rannsókn UEFA á félaginu fara nú líkt og eldur í sinu um veraldarvefinn.

Mourinho var þá stjóri Tottenham og ræddi þar um áfrýjun City sem bar árangur og slapp félagið við bann frá keppnum UEFA.

Félagið var hins vegar dæmt til að greiða sekt en félagið er nú aftur undir rannsókn fyrir brot á fjármagnsreglum, nú frá ensku úrvalsdeildinni. „Þetta eru endalokin hjá Financial Fair Play, það er enginn tilgangur,“ sagði Mourinho árið 2020.

„Ef City er saklaust, þá er þetta skammarleg niðurstaða. Ef City braut reglur, er þetta líka skammarlegt. Þetta er skammarleg niðurstaða, því ef City braut ekki reglur þá er félaginu ekki refsað með 10 milljóna punda sekt.“

„Ef þú ert saklaust áttu ekki að fá sekt, ef þeir eru sekir þá á að dæma þá úr leik.“

Orð Mourinho eru hér að neðan.

City gæti verið í slæmum málum eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið í yfir hundrað liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í gær. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því eða þaðan af verra, eins og að það verði fellt niður um deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar