fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segir að næstu sex mánuðir verði „afgerandi“ í stríðinu í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 09:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta hálfa árið getur orðið „algjörlega afgerandi“ hvað varðar þróun stríðsins í Úkraínu. Þetta er mat William Burns, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fyrrum sendiherra í Rússlandi, að sögn CBS News.

Burns sagði að næstu sex mánuðir í stríðinu geti orðið „krítískir“ en Pútín veðji á þverrandi áhuga Vesturlanda á stríðinu og „pólitíska þreyta“ geti orðið til þess að hersveitir hans fá ný tækifæri til að sigra á vígvellinum.

„Ég held að nú veðji Pútín á að tíminn vinni með honum,“ sagði hann og bætti við að mikilvægt væri að sprengja hroka Pútíns og gera honum ljóst að hann geti ekki sótt frekar fram í Úkraínu og að hann taki sífellt meiri áhættu, með hverjum mánuðinum sem líður, á að missa þau landsvæði sem hann hefur tekið frá Úkraínu á ólöglegan hátt fram að þessu.

Ekki er langt síðan úkraínskir ráðamenn vöruðu við yfirvofandi stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu og að næstu mánuðir verði erfiðir.

Á fimmtudaginn var skýrt frá því að Rússar hafi siglt hluta af Svartahafsflota sínum til hafnar og telur úkraínski herinn það benda til að Rússar séu að undirbúa nýja sókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“