fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 08:01

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, sem var þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump í Hvíta húsinu, segir að reka eigi Tyrkland úr NATO.

Þetta sagði hann í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Með þessum ummælum vísaði hann til þess að Tyrkir standa í vegi fyrir að Finnland og Svíþjóð fái inngöngu í varnarbandalagið.

Hann sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að beita kúgun hvað varðar aðild ríkjanna að NATO.

Vaxandi gagnrýni er uppi í Bandaríkjunum á framgöngu Erdogan hvað varðar inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO og eru þingmenn úr röðum Demókrata og Repúblikana meðal þeirra sem gagnrýna Erdogan.

John Bolton. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bolton, sem er Repúblikani, var eins og áður sagði þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump og sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ á valdatíma George W. Bush.

Í viðtalinu við Sænska ríkisútvarpið benti hann á að kaup Tyrkja á rússneska S-400 loftvarnarkerfinu árið 2017 sé meðal annars ein af ástæðunum fyrir að reka eigi Tyrki úr NATO. „Kaupin á S-400 loftvarnarkerfinu eru í raun útganga úr NATO. Það er hægt að samstilla það við öll rússnesk loftvarnarkerfi en alls ekki við kerfi NATO,“ sagði hann.

Önnur góð ástæða til að reka Tyrki úr bandalaginu að mati Bolton er framganga Erdogan gagnvart Finnlandi og Svíþjóð. „Þetta er undarlegt. Ég vona bara að fólk í þessum löndum missi ekki þolinmæðina,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er einhverskonar kúgun. Erdogan hegðar sér eins við sína eigin þjóð svo það kemur ekki á óvart að hann komi svona fram við aðra.“

Aðspurður um hvort það sé hægt að reka aðildarríki úr NATO sagði hann að samkvæmt „rebus sic stantibus“ klásunni í þjóðarrétti sé hægt að gera nánast hvað sem er. Tyrkir geti valið hvort þeir vilja vera í NATO en það sé líka hægt að leggja NATO niður og stofna nýtt varnarbandalag. „Það eru margar leiðir til að leysa þetta,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik