fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Erdogan

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO

Fréttir
31.01.2023

John Bolton, sem var þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump í Hvíta húsinu, segir að reka eigi Tyrkland úr NATO. Þetta sagði hann í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Með þessum ummælum vísaði hann til þess að Tyrkir standa í vegi fyrir að Finnland og Svíþjóð fái inngöngu í varnarbandalagið. Hann sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að beita kúgun hvað varðar aðild Lesa meira

Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu

Erdogan segir að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi aftur til Úkraínu

Fréttir
21.09.2022

Recep Tayyiv Erdogan, forseti Tyrklands, var í löngu viðtali við PBS News Hour um helgina. Hann ræddi meðal annars um nýlegar viðræður hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en þeir funduðu í Úsbekistan í síðustu viku. Í viðtalinu segir Erdogan að Rússar eigi að skila öllu herteknu landi í Úkraínu aftur til Úkraínu til að friður komist á. Þegar hann var spurður hvort það eigi einnig Lesa meira

Erdogan telur sig vita betur en hagfræðingar – Afleiðingin er gjaldmiðilskreppa

Erdogan telur sig vita betur en hagfræðingar – Afleiðingin er gjaldmiðilskreppa

Eyjan
26.11.2021

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, telur sig vita betur en hagfræðingar og hefur með ummælum sínum valdið því að gengi tyrknesku lírunnar hefur hríðfallið og landið stendur frammi fyrir mikilli gjaldmiðilskreppu. Flestir sérfræðingar eru sammála um að gjaldmiðilskreppan sé Erdogan að kenna því hann heldur því fram að háir vextir séu orsök þess efnahagsvanda sem Tyrkir glíma við. Þetta Lesa meira

Er áfengissölubann Erdogan nauðsynlegt vegna heimsfaraldursins eða er hann að troða trú sinni upp á þjóðina?

Er áfengissölubann Erdogan nauðsynlegt vegna heimsfaraldursins eða er hann að troða trú sinni upp á þjóðina?

Pressan
03.05.2021

Margir Tyrkir eru ósáttir við áfengissölubann sem Erodgan forseti hefur sett á samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir telja að Erdogan sé að reyna að þröngva trú sinni og lífsskoðunum upp á þá. Bann við sölu áfengis tók gildi á fimmtudaginn og gildir í tvær og hálfa viku samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum. Þetta er að sögn gert til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar en Lesa meira

Erdogan herðir tökin enn frekar – Gerir mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa í Tyrklandi

Erdogan herðir tökin enn frekar – Gerir mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa í Tyrklandi

Pressan
31.01.2021

Tyrknesk yfirvöld herða nú enn tökin í Tyrklandi þar sem Racep Tayyip Erdogan, forseti, fer í raun með völdin, til að brjóta alla andstöðu við forsetann niður. Samkvæmt nýjum lögum geta yfirvöld nú takmarkað starfsemi mannréttindasamtaka og annarra samtaka sem eru í raun kjarninn í þeirri litlu stjórnarandstöðu sem enn er til staðar í landinu. Samkvæmt lögunum geta Lesa meira

Charlie Hebdo veður í Erdogan – Skopmynd af forsetanum á forsíðu

Charlie Hebdo veður í Erdogan – Skopmynd af forsetanum á forsíðu

Pressan
29.10.2020

Tyrkir eru ævareiðir vegna forsíðu nýjasta tölublaðs franska ádeiluritsins Charlie Hebdo en skopmynd af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, prýðir forsíðuna. Á myndinni er hann að drekka bjór og lyftir upp kjól múslímskrar konu svo það sést í afturenda hennar. Fyrirsögnin á forsíðunni er: „Erdogan: Í einkalífinu er hann mjög skemmtilegur“. Ljóst er að myndin mun ekki verða til að draga úr ágreiningi Tyrkja Lesa meira

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Pressan
08.10.2020

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er allt annað en sáttur við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, eftir ummæli hins síðarnefnda í síðustu viku. Þá hét Macron því að berjast gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í frönsku samfélagi. Erdogan segir ummælin vera „hreina ögrun“ sem sýni vel „ósvífni“ Frakklandsforseta. Macron kynnti nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku sem á að styrkja hið veraldlega í landinu þannig að stjórnmál og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af