fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Maurar geta fundið lyktina af krabbameini í þvagi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 12:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitað er að margar tegundir krabbameins breyta lyktinni af þvagi sjúklinga. Nú hafa vísindamenn komist að því að maurar hafa hæfileika til að finna lyktina af krabbameini í þvagi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að í niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B: Biological Sciences, komi fram að þetta geti komið að gagni sem hagkvæm leið til að greina krabbamein.

Patrizia d‘Ettorre, prófessor við Sorbonne Paris Nord háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að hægt sé að nota maura til að greina lífræn merki og þannig finna þá sjúklinga sem eru með krabbamein. Það sé auðvelt að þjálfa þá, þeir séu fljótir að læra, séu mjög skilvirkir og ódýrir í rekstri.

Rannsókninni byggist á annarri rannsókn, sem d‘Ettorre og samstarfsfólk hennar gerði, sem leiddi í ljós að maurar gátu greint lykt af krabbameinsfrumum sem voru ræktaðar í tilraunastofu.

Í nýju rannsókninni notuðust vísindamennirnir við 70 maura af tegundinni Formica fusca og létu þá þefa af þvagi úr músum, bæði með krabbamein og án krabbameins.

Maurarnir reyndust geta gert mun á þvagi heilbrigðu músanna og þeirra með krabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli