fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Tilkynnt um byssuhvelli í Garðabæ – Bílvelta í Kópavogi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 06:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bar það helst til tíðinda að tilkynnt var um byssuhvelli í Garðabæ. Lögreglan fór á vettvang og komst að því að um flugeldaskothríð var að ræða, ekki notkun skotvopna.

Í Kópavogi valt bíll. Tveir voru í bifreiðinni og slasaðist farþeginn en þó ekki alvarlega. Var hann fluttur á bráðamóttöku.

Ökumaður einn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og ók aftan á aðra bifreið þegar hann reyndi að koma sér hjá því að stöðva aksturinn. Hann er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn.

Í Miðborginni var tilkynnt um mann sem væri illa til fara en mjög kalt var í veðri. Maðurinn fékk húsaskjól hjá lögreglunni og gisti í fangageymslu í nótt.

Einn var handtekinn vegna líkamsárásarmáls á skemmtistað í Miðborginni og var hann vistaður í fangageymslu.

Í Vesturbænum var maður handtekinn eftir að hann hafði reynt að sparka upp hurð. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um innbrot í verslun. Þar var tölvu stolið.

Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK