fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Eign dagsins – Dásamlegt einbýli við lækinn í Hafnarfirði

Fókus
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert annað en stórglæsilegt einbýlið sem nú er komið á sölu í Lækjarkinn í Hafnarfirði, en um er að ræða mikið endurnýjað, tæplega 160 fermetra, einbýli á þremur hæðum.

Í eigninni eru fjögur svefnherbergi og hvorki meira né minna en þrjú baðherbergi svo enginn ætti að þurfa að slást um salernið á kvöldin sem er plús í stærri fjölskyldum.

Eins fylgir eigninni fallegur og rúmgóður bílskúr.

Eldhús hefur verið endurnýjað með sérlega hlýlegum og smekklegum hætti. Það er svo opið við borðstofu og stofu að hluta sem skapar fallegt alrými. Úr eldhúsi er svo fallegt útsýni yfir lækninn í Hafnarfirði.

Stofan er svo rúmgóð og björt og þaðan er útgengt í snotran garðinn sem er bæði fallegur og skjólsæll í góðri rækt og með gróðurhúsi, matjurtarhorni og fallegum trjágróðri.

Á efri hæð má svo finna hjónaherbergi þar sem er útgengt á litlar svalir. Tvo góð herbergi eru þar til viðbótar sem hefur verið opnað á milli, en einfalt væri að loka þeim aftur. Þar er svo baðherbergi með stóru og góðu hornbaðkari og sturtuklefa.

Niðri í kjallara má svo finna gott þvottahús og rúmgott herbergi og lítið salerni. Þaðan er hægt að ganga út á bílastæði.

Bílskúrinn er svo stór og fínn, 33 fermetrar að stærð og með hita og vatni.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“