fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Wagner-hópurinn gegnir sífellt stærra hlutverki innan rússneska hersins – Magn en ekki gæði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 09:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wagner-hópurinn, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, gegnir sífellt stærra hlutverki innan rússneska hersins í stríðinu í Úkraínu. Eru málaliðarnir nú um tíu prósent af rússneska heraflanum sem berst í Úkraínu.

Málaliðarnir eru mest áberandi í þeim bardögum sem vekja mesta athygli nú, þar á meðal í Bakhmut í Donbas.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan breskra leyniþjónustustofnana. Þeir segja að liðsmönnum Wagner hafi fjölgað mikið frá upphafi stríðsins. Í mars á síðasta ári voru liðsmenn Wagner um eitt prósent af heildarmannafla rússneska hersins í Úkraínu. Nú eru þeir um tíu prósent af heildarmannaflanum eða um 20.000 málaliðar.

Heimildarmenn innan bandarískra leyniþjónustustofnana taka enn dýpra í árina og sögðu CNN að Wagner sé hugsanlega með allt að 50.000 málaliða í Úkraínu.

Magn í staðinn fyrir gæði

Það er Yevgeny Prigoshin, sem er oft kallaður „Kokkur Pútíns“, sem á og stýrir Wagner. Hann hefur orðið sífellt meira áberandi í rússnesku samfélagi síðan stríðið hófst og vangaveltur eru uppi um hvort Pútín starfi orðið hætta af honum, hvort hann muni á endanum ræna völdum og hrekja Pútín úr embætti. Hægt er að lesa nánar um það mál í umfjöllun DV frá í gær.

„Kokkur Pútíns“ færir sig upp á skaftið – Veltir hann forsetanum úr stóli?

Wagner-hópurinn er oft notaður af rússneskum yfirvöldum til að annast rússneska hagsmuni erlendis og sjá um skítavinnu sem hvorki Pútín né Rússland vilja leggja nafn sitt við. Skiptir þá engu að engum dylst að Wagner-hópurinn starfar náið með rússneska hernum og á vegum rússneskra yfirvalda.

Wagner-hópurinn er orðlagður fyrir hrottaskap og grimmd og hafa liðsmenn hans verið sakaðir um morð, nauðganir og aðra glæpi á þeim átakasvæðum þar sem þeir hafa verið við störf.

Heimildarmenn BBC segja að nú hafi sú breyting átt sér stað hjá Wagner að nú sé það „magn en ekki gæði“ sem skipta mestu fyrir hópinn. Áður fyrr réði hópurinn úrvalshermenn til starfa og greiddi þeim góð laun. En frá því í haust hefur hópurinn ráðið refsifanga til starfa og hafa þeir ferið sóttir í rússnesk fangelsi. Þeim er boðin sakaruppgjöf gegn því að berjast í Úkraínu í sex mánuði. Vestrænar leyniþjónustustofnanir og sérfræðingar segja að fangarnir séu oft notaðir sem fallbyssufóður. Hægt er að lesa nánar um það hér fyrir neðan.

Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg

Breskir heimildarmenn sögðu BBC að í haust hafi föngum í rússneskum fangelsum fækkað um 23.000 á tveimur mánuðum. Ekki er hægt að segja með fullri vissu að þeir hafi allir gengið til liðs við Wagner en vitað er að hluti þeirra hefur barist í orustunni um Bakhmut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“