fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Kokkur Pútíns“ færir sig upp á skaftið – Veltir hann forsetanum úr stóli?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. janúar 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski olígarkinn Yevgeny Prigozhin, sem er eigandi hins svokallaða Wagnerhóps, virðist stöðugt vinna að því að tryggja völd sín og auka. Wagnerhópurinn er málaliðafyrirtæki sem rússnesk stjórnvöld hafa oft nýtt sér í átökum utan landsteinanna og í stríðinu í Úkraínu. Prigozhin hefur oft verið kallaður „Kokkur Pútíns“ en þeir eru gamlir vinir og hefur Pútín séð til þess í gegnum árin að Prigozhin hafi fengið ýmis verkefni á vegum hins opinbera og þannig efnast vel.

Eygir möguleika utan eldhússins

Staða Pútíns hefur veikst gríðarlega mikið í Rússlandi og líkurnar á því að honum verði steypt af stóli fara vaxandi. Það er þó ekki augljóst hver gæti verið arftaki Rússlandsforseta en eins og ónefndur yfirmaður í leyniþjónustu danska hersins benti á þá væri Pútín þegar búinn að grípa til aðgerða ef hann teldi að sér stafaði ógn af einhverjum.

Það eru þó ýmislegt sem bendir til þess að „Kokkurinn“ eygi möguleika út fyrir eldhúsið og staða hans sé það sterk að hann óttist ekki forsetann. Undanfarið hefur Prigozhin opinberlega gagnrýnt ýmsa ráðamenn í innsta hring forsetans og velta margir því fyrir sér hvort að hann sé þar með að bregða fæti fyrir mögulega keppinauta í valdabaráttunni.

Valeri Gerasimov

Sendi nánast beina hótun

Einn þeirra er Valerí Gerasimov, yfirmaður rússneska herráðsins. Myndskeið af málaliðum Wagner-hópsins að blóta Gerasimov í sand og ösku fyrir lélegt skipulag, skort á skotfærum og lélegan búnað hefur farið sem eldur um sinu meðal Rússa á samfélagsmiðlum.

Prigozhin sá sér leik á borði og tjáði sig um myndbandið við rússneska miðla og staðfesti þar með uppruna þess.

„Strákarnir báðu mig að skila því að á meðan þú situr í notalegri skrifstofu þinni þá er eflaust erfitt að heyra af vandamálum í fremstu víglínu. En þegar þú ert að draga lík vina þinna á hverjum degi og sjá þá á hinsta sinn þá er nauðynslegt að fá vopn og vistir,“ sagði Prigozhin og beindi orðum sínum að Gerasimov.

En hann gekk lengri og sendi í raun skilaboð sem hægt er að túlka sem hótun.

„Varðandi þau vandamál sem að við erum glíma við í hverju skrefi. Við munum sjá til þess að þau verði leyst.“

Þá má ekki gleyma því að auk málaliðahersins þá stjórnar Prigozhin einnig Glavset einskonar nettröllafyrirtæki sem varð alræmt fyrir tilraunir sínar til þess að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Það veitir Prigozhin mikil völd þegar kemur að því að hafa áhrif á umræðuna heim fyrir. Þá er hann  afar vinsæll hjá öfga hægri mönnum í Rússlandi sem farnir eru að efast um styrk Pútín. Kokkurinn er kominn framarlega í kapphlaupi þeirra sem vonast til að taka við af Pútín.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“