fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Segir að refsiaðgerðirnar séu farnar að bíta og þessu megi Pútín ekki við

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 05:36

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, dregur stríðið í Úkraínu á langinn eru engar líkur á að Vesturlönd slaki á refsiaðgerðum sínum gagnvart landinu. Það veldur því að Pútín á á hættu að fá unga Rússa upp á móti sér.

Vesturlönd, með Bandaríkin og ESB í fararbroddi, hafa beitt Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þess utan hefur stríðsgæfa Rússa snúist við á síðustu mánuðum og þeir hafa beðið marga ósigra á vígvellinum.

Rússar horfa nú inn í nýtt ár þar sem fyrirsjáanlegt er að refsiaðgerðirnar muni lama stóran hluta af efnahagslífi landsins. Þær muni koma sérstaklega illa við einn þjóðfélagshóp að mati Jan Ludvig Andreasson, aðalhagfræðings hjá Eika Gruppen í Noregi.  Í samtali við Dagbladet sagðist hann telja að spá OECD um 5,6% efnahagssamdrátt í Rússlandi á næsta ári segi ekki alla söguna, það séu aðrir þættir sem séu líka hættulegir.

Ef samsetning þjóðarinnar sé skoðuð sjáist að það séu um sjö milljónir karla á aldrinum 20 til 30 ára í landinu. Mörg hundruð þúsund þeirra muni særast, verða fyrir áfalli eða falla í stríðinu.

Hann sagði að þrátt fyrir að Rússar séu yfirleitt harðir af sér og vanir mótlæti en það sé samt sem áður mjög mikilvægt fyrir Pútín að unga fólkið taki ekki afstöðu gegn stríðinu. Hann sagði að unga fólkið geti haldið ýmsar efnahagsþrengingar út en það haldi ekki út að missa stóran hluta af æsku sinni, það vilji það ekki. „Skynsamt fólk hverfur úr háskólunum. Allt samfélagið á á hættu að bíða skaða af og það hefur sennilega gerst nú þegar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“