fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Framdekk datt undan bifreið þremur dögum eftir dekkjaskipti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 05:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær kom lögreglan að bifreið utan vegar í Mosfellsbæ. Annað framdekkið hafði dottið undan henni og skemmdist bifreiðin mikið við það. Aðeins voru þrír dagar síðan farið var með bifreiðina í dekkjaskipti. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Á fyrsta tímanum í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í Árbæjarhverfi. Reyndist hann vera sviptur ökuréttindum. Vettvangsskýrsla var gerð um málið. En ökumaðurinn hefur greinilega ekki áhyggjur af því að hann er sviptur ökuréttindum því 15 mínútum eftir að afgreiðslu málsins lauk var hann aftur stöðvaður í akstri á sömu bifreiðinni. Önnur vettvangsskýrsla var skrifuð og hald lagt á lyklana að bifreiðinni.

Klukkan 00.35 var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Klukkan 2 var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var akstur ungrar konu stöðvaður þar sem hún notaði ekki stefnumerki við aksturinn. Hún reyndist vera svipt ökuréttindum. Hún reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að gefa upp ranga kennitölu og að auki fór hún ekki að fyrirmælum lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af