fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Tveir sextán ára drengir skemmdu tólf bifreiðar í Seljahverfi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. október 2022 06:24

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir kl.1 í nótt var tilkynnt um tvo sextán ára gamla drengi sem voru að skemma bifreiðar í Seljahverfi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þegar laganna verði bar að garði voru drengirnir búnir að skemma tólf bifreiðar. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem tekin var skýrsla af þeim að viðstöddum forráðamönnum og Barnavvernd.

Skömmu áður hafði lögregla fengið tilkynningu um tvo menn að bera hluti út úr byggingu þar sem framkvæmdir standa yfir í hverfi 108. Mennirnir voru handteknir þegar þeir voru að keyra af vettvangi en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en að auki var bifreiðin stolin. Mennnirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu í nótt vegna rannsóknar málsins.

Þá varð bílslys á Heiðmerkurvegi rétt fyrir kl.21 í gærkvöldi. Sautján ára gamall ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sem endaði utan vegar og valt. Ökumaður og farþegar fóru með foreldrum sínum á Bráðadeild en í dagbók lögreglu kemur fram að ekki sé vitað um áverka fólksins á þessari stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“