fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Pútín neyddist til að hringja í einn af fáum vinum sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 06:00

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Pútín örvæntingarfullur? Það er spurningin sem vaknar við lestur nýlegrar skýrslu frá Institute for the Study of War (ISW).

Í henni kemur fram að Rússar séu nærri því að verða búnir með vopna- og skotfærabirgðir sínar. Þetta varð til þess, að því er segir í skýrslunni, að Pútín neyddist til að hringja í gamlan vin sinn, Aleksandr Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi.

„Rússar hafa að öllum líkindum fengið skotfæri og fleira frá Hvítrússum. Þetta hefur haft í för með sér að ekki eru lengur skilyrði fyrir hendi fyrir stórri árás á jörðu niðri á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi,“ segir í skýrslunni.

Jeremy Flemming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, dró upp sömu mynd í síðustu viku og sagði að Rússar væru í slæmri stöðu. „Við teljum að Rússa skorti skotfæri. Þá vantar að minnsta kosti vini. Orðið sem ég vil nota er örvænting. Við sjáum örvæntingu á mörgum stigum rússnesks samfélags og í rússnesku hernaðarvélinni,“ sagði hann í samtali við ABC News.

Þetta fær stoð í nýlegum myndböndum og myndum þar sem sést að Rússar hafa meðal annars dregið áratuga gamla skriðdreka, frá tíma Sovétríkjanna, fram og sent á vígvöllinn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu