Pierre-Emerick Aubameyang er mættur á Stamford Bridge. Hann er að ganga í raðir Chelsea.
Barcelona og Chelsea hafa náð samkomulagi um að síðarnefnda félagið kaupi Aubameyang á 14 milljónir evra og að Marcos Alonso fari í hina áttina.
Aubameyang gerir tveggja ára samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu.
Alonso gerir þriggja ára samnig við Barcelona.
Aubameyang hefur verið á mála hjá Barcelona síðan í janúar, hann kom þangað frá Arsenal. Hann er því með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Aubameyang hitti Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, á Stamford Bridge í dag. Þjóðverjinn stýrði honum einnig hjá Dortmund. Féllust þeir félagar í faðma við hittinginn.
Reunited 🔜🔵 pic.twitter.com/Vf4duuhTPo
— Football Daily (@footballdaily) September 1, 2022