fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Hafa borið kennsl á barnslíkin í töskunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur borið kennsl á tvö barnslík sem fundust fyrr í mánuðinum í ferðatöskum sem fjölskylda ein keypti á uppboði.

DV skýrði frá málinu fyrr í mánuðinum.

Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér kemur fram að nú hafi kennsl verið borin á líkin. Ekki verður skýrt frá nöfnum þeirra eða öðru varðandi þau að ósk ættingja þeirra.

Lögreglan hóf morðrannsókn eftir að líkin fundust í töskunum þann 11. ágúst.

Tofilau Faamanuia Vaaelua, sem stýrir rannsókninni, sagði fyrr í mánuðinum að börnin hafi líklega verið á aldrinum 5 til 10 ára þegar þau létust. Hann sagði það mat lögreglunnar að börnin hafi látist fyrir þremur til fjórum árum.

CNN segir að lögreglan í Seoul í Suður-Kóreu hafi sagt að kona, sem talið er að sé móðir barnanna, hafi verið þar í landi þann 22. ágúst. Lögreglan í Suður-Kóreu vinnur að málinu í samstarfi við nýsjálensku lögregluna og Alþjóðalögregluna Interpol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir