fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Löggueltihrellirinn enn og aftur fyrir dóm – Sagður hafa brotið kynferðislega gegn barni og reynt að drepa mömmu sína

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. ágúst 2022 09:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 ára gamall karlmaður sem fyrir ári síðan var ákærður fyrir ítrekaðar hótanir gegn lögreglukonum hefur enn og aftur verið birt ákæra héraðssaksóknara. DV sagði frá því fyrir ári síðan að hann sætti jafnframt nálgunarbanni gegn að minnsta kosti tveimur lögreglukonum vegna ítrekaðra hótana og fyrir að hafa áreitt lögreglukonurnar á heimili þeirra.

Hringdi þá maðurinn enn fremur ítrekað í neyðarlínuna til þess eins að hóta lögreglukonunum. Líklega hefði hann betur hringt eitthvað annað, því öll símtöl í neyðarlínuna eru tekin upp. Hefur það þannig líklega reynst lítið mál fyrir saksóknara að sanna brot hans.

Sjá nánar: 36 ára Reykvíkingur ákærður fyrir að ofsækja og hóta lögreglukonum – Braut gegn nálgunarbanni með Instagramskilaboðum

Í nýrri ákæru héraðssaksóknara er þessi sami maður sagður hafa áreitt barn kynferðislega og brotið þannig gegn almennum hegningarlögum sem og barnaverndarlögum með því að hafa, fyrir utan heimili sitt í Breiðholti haustið 2020 tekið utan um stelpu sem þá var 15 ára gömul, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn.

Þá er maðurinn sagður hafa í mars á þessu ári hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti í lögreglubíl sem ekið var frá Hagkaupum í Skeifunni að lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni í þessum lið.

Að lokum er maðurinn, í þessari sömu ákæru, sagður hafa gert tilraun til manndráps og viðhaft stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa veist að móður sinni með ofbeldi. Er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlitið með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í hana liggjandi og tekið hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Auk þess mun hann hafa hótað henni lífláti. Er konan sögð hafa hlotið af árás sonar síns yfirborðsáverka víðs vegar um líkamann, mar í andliti og höfði, glóðarauga og punktblæðingar í augum, á meðal annars.

Fram kemur í ákærunni að dvalarstaður mannsins er Fangelsið Hólmsheiði.

Saksóknari gerir þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir móður ólögráða stúlkunnar kröfu um að maðurinn greiði henni eina og hálfa milljón í miskabætur og móðir mannsins gerir kröfu um skaða- og miskabætur, samtals að fjárhæð fimm milljónum.

Málið hefur þegar verið þingfest en aðalmeðferð í málinu fer fram 7. september í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“