fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Segja að fleiri rússneskir málaliðar séu á leið til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 08:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum sagði úkraínski herinn að meðlimir úr rússneska einkahernum Liga, sem er betur þekktur sem Wagner Group, hafi barist gegn úkraínska hernum nærri Kyiv. Í nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins um stöðuna í Úkraínu kemur fram að nú séu Rússar að fjölga málaliðum frá Wagner Group í Úkraínu. Þeir séu teknir úr verkefnum annars staðar og sendir rússneska hernum til aðstoðar.

Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt stöðuskýrslunni sé reiknað með að Rússar muni senda rúmlega eitt þúsund málaliða, þar á meðal háttsetta foringja, til að berjast í Úkraínu.

Ástæðan er mikið mannfall hjá rússnesku hersveitunum og vegna þess að sókn Rússar hefur nær algjörlega stöðvast. Í stöðuskýrslunni segir að til þess að bregðast við þessu hafi Rússar mjög líklega neyðst til að kalla liðsmenn Wagner Group frá Afríku og Sýrlandi til að berjast í Úkraínu.

Wagner Group er í eigu rússneska auðmannsins Yevgeny Prigozhin sem er vinur Vladímír Pútíns forseta. Vesturlönd hafa margoft sakað Wagner Group um mannréttindabrot í Afríku, Sýrlandi og Líbíu. Pútín hefur alltaf svarið öll tengsl Wagner Group við rússnesk yfirvöld af sér en svo ótrúlegt sem það nú er þá birtast liðsmenn Wagner Group nær undantekningarlaust þar sem rússneski herinn á í átökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK